Saturday, June 17, 2006

Heimsins besti tangóari

Heimsins besti tangóari - höf. Kristín Bjarnadóttir - er smásaga um argentínskan tangó, sem kom út á íslensku og spænsku á sömu bók haustið 2005.


ummæli:


“Sagan er í raun ákaflega falleg lýsing á tangódansinum, ástríðan og tilfinningahitinn sem gjarnan er tengdur þessum dansi kemst vel til skila. Um leið er hægt að greina ákveðna angurværð og ef til vill ekki síst væntumþykju sögukonunnar til tangósins og til Bueons Aires og fær lesandinn ágætis hugmynd um þetta samfélag sem er svo nátengt þessum dansi.”

Guðríður Sigurbjörnsdóttir á vef Borgarbókasafnsins í maí 2006

www.bokmenntir.is


“Kristín hefur náð nánum tengslum við tangóinn og porteño tilfinninguna, engin vafi á því.

Nú finnst mér ég skilja hvers vegna tangó reynist evrópubúum ástríða, hún lýsir því mjög vel: nálægð hinna dansandi, reglum dansins sem þó eru ekki jafn mikilvægar og spuninn,

gleðinni við að mætast í dansinum og finna í honum sköpunarkraftinn.”

Carmen Vasco spænskukennari, Buenos Aires

www.lyngogtango.blogspot.com


["Kristín se compenetró con el tango y el sentir porteño, no hay dudas sobre eso. Y creo comprender por qué el tango apasiona a los europeos, ella lo describe muy bien: el acercamiento con la pareja de baile, las reglas de baile que no son tan importantes como la improvisación, la alegría de encontrar en la danza la posibilidad de crear."]

Carmen Vasco, Buenos Aires traductora de inglés tecnico y literario y enseñza de idiomas.


“Trúlega það besta sem ég hef lesið um tangó. ...um tilfinninguna að mætast til hins ítrasta í dansinum og helst vilja að dansinn endist til eilífðarnóns. Löng einbeitt nærvera ... ”


Johan Ekelund, sænskur tangóari , nóvember 2006


Heimsins besti tangóari/El mejor tanguero del mundo er tileinkuð tangófólkinu á Íslandi og lýsir argentínskri haustnótt eins og hún gerist á milongu í Buenos Aires. Frábær spænsk þýðing smásögunnar - El mejor tanguero del mundo - er eftir Kristin R. Ólafsson rithöfund.

Umbrot og hönnun er eftir Birgittu Jónsdóttur, Litróf sá um prentun og útgefandi er Lyng. Sjá Bókatíðindi 2005.
ISBN 9979-7005-4-8 Bókin fæst m.a. í Bókabúð Máls og Menningar, Laugavegi og Eymundsson í Austurstræti. Einnig hjá Tangófélaginu www.tango.is og í Bóksölu Stúdenta.

Wednesday, June 07, 2006

Um höfundinn / CV

Posted by Picasa
På svenska här
English
http://www.sagenhaftes-island.is/

Íslenska & Español:
Kristín Bjarnadóttir er búsett á vesturströnd Svíþjóðar en ólst upp
í íslenskri sveit - við hefð gömlu dansanna með harmóníkuundirleik - þar sem dansaðir voru polkar rælar og masúrkar í bland við tjútt og twist. Síðar stundaði hún jazzdans, kontaktimpro eða snertispuna og afródans, en ung nam hún leiklist í Danmörku, þar sem áhersla var lögð á sviðsdans. Meðal kennara hennar voru Nini Theilade í nútímadansi og Henry Turner í jazzdansi. Á leiklistarferli sínum tók hún þátt í dansatriðum í söngleikjum, bæði í Danmörku og Svíþjóð.

Kristín vakti athygli sem ljóðskáld með ljóðaflokknum Því að þitt er landslagið
árið 1999, en seinustu árin hefur hún gert dans að aðalviðfangsefni í skrifum sínum. Ljóðið Fyrsti Dansinn I – II hlaut hlaut viðurkenningu í ljóðlistarsamkeppninni Ljóðstafur Jóns úr Vör 2002 og mörg ljóð Kristínar um dans hafa birst í tímaritum og safnritum.
Sjá m.a. ljóð í Tímariti Máls og Menningar 4.tbl. 2000; 3. tbl. 2002; 3. tbl. 2005 og 1. tbl. 2007.

Sem greinahöfundur
skrifar hún m.a. fyrir Danstidningen i Stokkhólmi, rit um dans sem kemur út sex sinnum á ári. (sjá ljóð og greinar í sænskum tímaritum hér.)

Áhugi hennar á argentínskum tangó vaknaði í Kaupmannahöfn
árið 1992, þegar hún sá sýninguna Todo Tango með fjórum argentínskum dönsurum, (m.a. Daniela Arcuri og Armando Orzuza); sýning sem lýsti sögu tangósins í dansi og tónlist með ýmsum stílbrögðum 20. aldarinnar.
Síðan vorið 1996 hefur Kristín sótt námskeið hjá kennurum úr hópi hinna færustu og einkakennslu hjá Mariana de Flores og Eduardo Cappussi; Chiche Nuñez; Fernando Galera og
Ezequiel Farfaro. Meðal annarra áhrifavalda eru: Gloria og Rodolfo Dinzel; Susana Miller; Graciela González, Andrea Missé; Corina de la Rosa og Julio Balmaceda; Maryline Lefor og Vincent Morelle; Cecilia González og einnig Damian Essel og Nancy Louzan.

Kristín er árlegur gestur á
milongum í Reykjavík síðan 1999 og sækir tangóhátíðir í Evrópu og Buenos Aires.
Í ágúst 2005 kvaddi hún sér hljóðs með kvölddagskrá um argentínskan tangó í Norræna Húsinu, flutti þá prósaljóð sín í samleik við argentínska tónskáldið og bandoneónleikarann Carlos Quilici. Þau komu einnig fram saman á sviðinu í Iðnó á Menningarnótt ásamt dönsurunum Hany og Bryndísi.

Sjá
Tangó á menningarnótt, 20. ágúst 2005


Ljóð frá ýmsum tímum má finna á eldri heimasíðu: http://www.mamut.net/bjarnadottir/

Textar á sænsku sjá yfirlit.

Kristín Bjarnadóttir nacio en Blönduós, una pequeña aldea en la costa del noreste de Islandia. Hasta la edad de 17 años vivio en la granja familiar con sus tres hermanos y dos hermanas.
Entre 1971 y 1974 estudió teatro en Dinamarca y hacia fin de los años 80, literatura y filosofía en la universidad de Gotemburgo.
Trabajó como actriz en Dinamarca e Islandia y posteriormente en Suecia, antes de abandonar el teatro para dedicarse a escribir.
Su aparicion como poeta ocurrio en 1979, cuando varios poemas suyos fueron publicados en revistas y periódicos islandeses. Algunos de estos poemas fueron incluidos en la Antología de Nueva Poesía (Nýgræðingar í ljóðagerð 1970-1981, Idunn 1981).
En los años siguientes Kristin leyo poemas en público y en programas de radio.
Desde 1984 ha trabajado como periodista, escritora “free lance” y traductora en Islandia, Dinamarca y Suecia
En 1985 ganó un premio por Cuidado (Gættu þín), una obra de un solo acto.
En 1999 publico su libro de poemas El paisaje te pertenece, y a comienzos de 2002 fue premiada en una competencia de poesía en Islandia por El Primer Baile.
A principios de 2002 Kristín paso una temporada en Buenos Aires familiarizandose con los lugares y la gente del tango argentino.