Monday, November 19, 2007

Að hugsa eða ekki hugsa ...


Þann 26. október 2007  birti Fréttablaðið umfjöllun eftir Sigurð Hróarsson um bók Kristínar Bjarnadóttur, Ég halla mér að þér og flýg.
Þar segir m.a.

" ... auðmjúk ljóð og auðlesin, myndmálið hæverskt og orðfærið temprað, beinar myndir víða fallegar og skírar, takturinn léttur og svífandi, framvindan taktviss og tónræn.

... eftirminnilegust eru þau ljóðbrot bókarinnar sem dylja mest en vísa hæst - besta dæmið er erindi 31 á bls. 22 sem hefst á „ferð í draumi" og lýkur með himnaför; „ef þetta er lífið þá hugsa ég að við maría séum bíó fyrir guð". Hér nær skáldskapurinn sama flugi og dansinn.

En skemmtilegasta hugmynd bókarinnar er sú að hætta að hugsa, „hvað hugsar þú þegar þú hugsar ekki neitt?" (43) spyr skáldkonan þegar danskennarinn krefur hana um að hætta að hugsa (og láta dansinn taka yfir) og persóna innan ljóðsins ræður gátuna; „láttu líkamann svara", segir hún, anda, opna, fljúga. Þarna er tæpt á spursmálum er varða uppsprettu sköpunar og túlkunar, listamannseðlið, spurt hvort sköpunarkrafturinn spretti af líkamlegri kviku eða andlegum innblæstri, ... "