“Sagan er í raun ákaflega falleg lýsing á tangódansinum, ástríðan og tilfinningahitinn sem gjarnan er tengdur þessum dansi kemst vel til skila. Um leið er hægt að greina ákveðna angurværð og ef til vill ekki síst væntumþykju sögukonunnar til tangósins og til Bueons Aires og fær lesandinn ágætis hugmynd um þetta samfélag sem er svo nátengt þessum dansi.”
Guðríður Sigurbjörnsdóttir á vef Borgarbókasafnsins í maí 2006
“Kristín hefur náð nánum tengslum við tangóinn og porteño tilfinninguna, engin vafi á því.
Nú finnst mér ég skilja hvers vegna tangó reynist evrópubúum ástríða, hún lýsir því mjög vel: nálægð hinna dansandi, reglum dansins sem þó eru ekki jafn mikilvægar og spuninn,
gleðinni við að mætast í dansinum og finna í honum sköpunarkraftinn.”
["Kristín se compenetró con el tango y el sentir porteño, no hay dudas sobre eso. Y creo comprender por qué el tango apasiona a los europeos, ella lo describe muy bien: el acercamiento con la pareja de baile, las reglas de baile que no son tan importantes como la improvisación, la alegría de encontrar en la danza la posibilidad de crear."]
Carmen Vasco, Buenos Aires traductora de inglés tecnico y literario y enseñza de idiomas.
“Trúlega það besta sem ég hef lesið um tangó. ...um tilfinninguna að mætast til hins ítrasta í dansinum og helst vilja að dansinn endist til eilífðarnóns. Löng einbeitt nærvera ... ”
Johan Ekelund, sænskur tangóari , nóvember 2006
Umbrot og hönnun er eftir Birgittu Jónsdóttur, Litróf sá um prentun og útgefandi er Lyng. Sjá Bókatíðindi 2005.
ISBN 9979-7005-4-8 Bókin fæst m.a. í Bókabúð Máls og Menningar, Laugavegi og Eymundsson í Austurstræti. Einnig hjá Tangófélaginu www.tango.is og í Bóksölu Stúdenta.