Textar eftir Kristínu Bjarnadóttur - um Tangó, Landslag, Ferðir, Flug og fiskisögur, Flicktion og Interflicktion. Þetta blogg var frá byrjun kynning fyrir heimildarljóðin Ég halla mér að þér og flýg - engin venjuleg ferðasaga, Reykjavík 2007 (utg. i Sverige 2009) og bókina Heimsins besti tangóari/El mejor tanguero del mundo, Reykjavík 2005
Wednesday, November 30, 2005
Umsagnir lesenda
Ljósmynd: ©Kristín Bjarnadóttir
Ljóðrænt landabréf eða íslensk þýðing úr tangósku?
Íslenskar frásagnir um argentínskan tangó eru sjaldséðar í nútímabókmenntum ... Kristín Bjarnadóttir hefur því lítið um lærifeður þegar hún þýðir úr “tangósku yfir á íslensku” (sjá umsögn Bjarna Arngrímssonar).
Hér birtast brot úr umsögnum lesenda, sem dansa ýmist í áþreifanlegri merkingu eða dansa innra með sér:
“Þetta er falleg mynd ... nú er ég búinn að lesa hana aftur; ég heillaðist við fyrsta lestur en nýt hennar enn betur á bók en blaði ...”
Tangóari í Reykjavík
”Hún er mjög sjarmerandi, svo skemmtilega ljóðræn og fallega uppsett. Og svo upplögð til að læra svolítið í spönsku!!”
Inga Huld Hákonardóttir, sagnfræðingur
"It is a beautiful piece of work ... It reads like it was written in BuenosAires."
Carlos Caceres, argentínskur háskólaprófessor í Ástralíu.
"... mér finnst að allt tangófólk ætti að kaupa hana."
Hjörleifur Valsson , fiðluleikari
"Ég las íslenska hlutann strax og fannst hún mjög góð. Mig langaði eiginlega bara í framhald af sögunni, hún var svo spennandi ... áður en ég fer til Mexíkó, ætla ég að lesa spænsku þýðinguna. "
Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir í Kaupmanahöfn
“Mér finnst bókin fráber, hún er vel skrifuð, skemmtileg og dularfull og á sama tíma lærdómsrík fyrir fólkið sem hefur aldrei komið til Buenos Aires”.
Katrin Schmucker, háskólanemi í Reykjavík og tangókennari í Leikhúskjallaranum
"Þessi saga er alveg yndisleg ... "
Guðný Ása Sveinsdóttir, heimilislæknir í Gautaborg
“ Dálítið merkilegt hvernig hún fjallar um tengsl sem eru þó eru ekki raunveruleg tengsl /.../ Ég les þetta sem ljóð, með einkennilegri tilfinningu sem minnir mig á að ganga um úti í glaða sólskini með þykk sólgleraugu /.../Tengslin eru kannski raunveruleg en ekki varanleg. Eða varanleg í tangóveröldinni. Það óraunverulega gæti kannski verið að íslenskan eigi hvorki orð né setningastruktur til að hægt sé að þýða ljóð beint frá tangósku á íslensku? Þessa hugmynd sæki ég í reynsluna af að vinna med heyrnarlaust fólk sem talar fingramál. Fingramálið er nefnilega ekki sænska eða neitt annað talað mál. Alla vega setti þetta ljóð heilann á mér í hreyfingu með allskonar viðlíkingum, flamenco í kjallaraholu í Cordoba, sólarupprás í tunglskini í hávaðaroki útaf Snæfellsjökli ... heilinn fer í spinn.”
Bjarni Arngrímsson, barnageðlæknir í Gautaborg
úr þýddri umsögn argentínska sagnfræðingsins Vicente Oieni (sjá umsögn á spænsku hér fyrir ofan) :
“Kristín teiknar ljóðrænt landabréf yfir táknrænt rými: dansgólfið. Farið er yfir mærin inn í töfrahring tangósins þar sem augnaráð, snerting og næmi líkamanna ráða ríkjum. /.../ Kristín kannar þetta svæði bæði á háhæluðum og flatbotna dansskóm af áhuga og auðmýkt. Kannski kynnist hún nýrri hlið á sjálfri sér í örmum “heimsins besta tangóara”, ef til vill er hún ekki sama manneskjan að morgni. Hugsanlega er Heimsins besti tangóari huldumaður sem aðeins á heima innan landamæra dansgólfsins. Settu plötu með Piazzolla á fóninn, /.../, lestu Heimsins besti tangóari, vertu í huganum á milongu í Buenos Aires og láttu þig dreyma um að þú sért heimsins besti tangóari, eða að hann stjórni þér í dansinum.”
Vicente Oieni, argentínskur sagnfræðingur (við Ibroamerikanska deild háskólans í Gautaborg).