Saturday, February 03, 2007

Dansinn dunar; ritdómur í Mbl.


"Dansinn dunar"

Ritdómur eftir Skafta Þ. Halldórsson um bókina Ég halla mér að þér og flýg birtist í Morgunblaði sunnudaginn 14. janúar 2007, undir fyrirsögninni Dansinn dunar. Þar segir m. a.:

“Ljóð Kristínar eru meira og minna lýsingar á dönsum sem ljóðmælandi dansar við hitt og þetta fólk í Argentínu. En jafnframt mannlífsmyndir sterkar og vel skrifaðar. Stíllinn er knappur. Þannig er forsaga Argentínu skrifuð í þremur línum:

Í Buenos Aries býr heimsins hvítasta fólk er mér sagt.

Svartir sem ekki fórust í fremstu víglínu flúðu til

Uruguay; indjánar út úr bænum og upp í fjöll...

Nokkurn veginn þannig byrjaði saga þessarar þjóðar sem búið hefur við svo mikið ofbeldi og fasisma í gegnum tíðina. Kristín reynir, ekki ólíkt því sem Borges gerði á sínum tíma, að lýsa lífinu á strætunum, götuhornunum og danssölunum.

/… / Innst inni eru ljóðin þó ekki síst innra ferðalag um litríkan tilfinningaskala, gleði og sorg við undirleik bandonéon. “